Að stjórna álagi og streitu

Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan.

Til eru nokkrar skilgreiningar á hugtakinu streita. Sumir vísa í ógnandi þætti eða atburði í umhverfinu sem hafa áhrif á okkur. Aðrir líta á streitu sem viðbragð líkamans við álagi og streituvaldandi aðstæðum. Viðbrögðin eru mismunandi eftir aðstæðum og einstaklingsbundin. Streita hefur einnig verið skilgreind sem afleiðing misheppnaðs samspils á milli krafna, ógnana og breytinga í umhverfinu annars vegar og hæfni einstaklingsins til að takast á við þær hins vegar. Streita tengist þá því hvernig einstaklingur aðlagar sig nýjum og truflandi atburðum og aðstæðum.

Í fyrirlestrinum er farið í ástæður streitu, mismunandi einkenni streitu og streituþol einstaklinga. Fjallað er um tengsl hugsana og hegðunar, skoðuð eru mismunandi streitustig og kynntar mismunandi leiðir til að takast á við streitu.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson
 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |