Að byggja upp lærdómsfyrirtæki

Hugtakið "lærdómsfyrirtæki" hefur verið mörgum hugleikið. Segja má að með útkomu bókar Peter M. Senges árið 1990 The Fifth Discipline; The Art and Practice of the Learning Organization eða Fimmta fagið, snilli og háttur lærdómsfyrirtækja og bókar Hollendingsins Arie de Geus árið 1997 The Living Company: Growth, Learning and Longevity in Business eða Hið lifandi fyrirtæki, vöxtur, lærdómur og langlífi í viðskiptum hafi hugtakið fengið aukið vægi í stjórnun. Fyrirtæki verða að stuðla að auknum lærdómi svo þau geti brugðist við breytingum í umhverfinu. Nauðsynlegt er að hvetja til lærdóms og viðhalda stöðugu lærdómsferli. Stjórnendur þurfa að skapa umhverfi þar sem stöðugur lærdómur verður hluti af daglegum störfum. Hanna þarf ferli til þekkingarleitar sem og gera starfsþróunarleiðir innan fyrirtækja opnari, nota þekkingaráætlanir, byggja upp lærdómsmenningu og samþætta vinnu og þekkingarleit. Með þessu geta fyrirtæki komið auga á ný tækifæri og nýtt sér þau til fullnustu á undan samkeppnisaðilum. 

Í fyrirlestrinum er farið í einkenni lærdómsfyrirtækja. Hvernig læra þau, hvernig er hægt að skipuleggja lærdómsferlið og stýra og hvert er hlutverk leiðtoga í mótun lærdómsfyrirtækja?

Fyrirlesari: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |