Jákvæð sálfræði og núvitund

Jákvæð sálfræði er fræðigrein sem fjallar um heilbrigði og hamingju og hefur farið sem eldur um sinu um hinn vestræna heim á síðustu 10 árum með nýja orðræðu og nýjar áherslur í rannsóknum sem miða að því að auka heilbrigði og hamingju venjulegs fólks í daglegu lífi. Nú liggur það fyrir að ytri aðstæður ráða litlu um hamingju okkar, heldur er það afstaða okkar, venjur og lífsstíll sem hafa hvað mest áhrif á lífsgæði okkar. Það er líka ástæðulaust að fresta hamingjunni eða bíða eftir betri tíð, lottóvinningi eða stöðuhækkun. Hamingjan er í okkar eigin höndum og það er tiltölulega auðvelt að auka hana í lífi sínum með markvissum hætti. 

Ásdís fjallar um hagnýtar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði sem hafa sannað gildi sitt í rannsóknum. Kynntar verða 10 leiðir til að auka vellíðan og hamingju í daglegu lífi og verður sérstök áhersla lögð á núvitund (mindfulness) og sátt. 

Fyrirlesari: Ásdís Olsen

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |