Skrímsli á Íslandi

Skrímsli eru stórar skepnur, óþekktar dýrategundir sem hafast við í vötnum og sjó við Ísland. Skeljaskrímslin eru stór og klunnaleg og í þeim heyrist skeljaglamur, fjörulallinn er frár á fæti og algengur um land allt, hafmenn eru hættulegar mannætur. Frásögur eru um skrímslin frá fornöld og fram á okkar daga. Margar eru magnaðar, mjög nákvæmar og stórmerkilegar. Dæmi um það er sjávarormur sem er í Látraröst og skrímsli sem breskt herskip skaut undan strönd Íslands. Skrímslin eru í hverri sveit og öllum landshlutum. Þrátt fyrir aukna tækni og meiri þekkingu í náttúrufræði halda skrímslin áfram að sjást, en eru enn sem komið er hulinsdýr. Sú kenning er viðtekin í landinu að skrímslin séu hluti hjátrúar, en svo er ekki. Menn halda áfram að sjá þessar óþekktu skepnur á vissum stöðum á landinu og á vissum tímum ársins. 

Fyrirlesari hefur safnað saman öllum prentuðum skrímslasögum og safnað öðrum óskráðum og borið saman. Niðurstaðan er mjög athyglisverð. Nú liggja fyrir fyrstu ljósmyndir af skrímslum og myndir af skrímslasporum. Hér virðast vera nokkrar tegundir óþekktra dýra í vötnum og nokkrar tegundir í sjó. 

Fyrirlesari: Þorvaldur Friðriksson  

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |