Stökktu!

„Stökktu!“ er fyrirlestur sem hvetur fólk til að taka stjórnina í eigin lífi og láta drauma sína rætast. 

Í ágúst 2008 lagði fimm manna fjölskylda af stað í árs heimsreisu. Þau fóru af stað í þetta ævintýri án þess að vita nákvæmlega hvert það myndi leiða þau og hvað tæki við þegar þau kæmu til baka. Þau upplfiðu margt spennandi og skemmtilegt í ferðinni, tókust á við margar áskoranir og komu til baka með stórkostlegar minningar, nýja vini og aukna þekkingu og reynslu. Það sem stendur þó upp úr er að fjölskyldan sannaði fyrir sjálfri sér og öðrum að það er ekki svo erfitt að láta drauma sína rætast.

Í fyrirlestrinum „Stökktu!“ miðlar fyrirlesari af reynslu fjölskyldunnar með það fyrir augum að hvetja aðra til að koma draumum sínum í framkvæmd, hvort sem þeir tengjast vinnu eða einkalífi. Það er ekki eftir neinu að bíða og praktískt atriði á borð við vinnu, skóla og húsnæði er einfalt að láta vinna með sér í stað þess að vera hindranir. 

Fyrirlesturinn er alltaf lagaður að aðstæðum og með bakgrunn þeirra sem sækja hann í huga. 

Fyrirlesari: Guðjón Svansson 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |