Við deyjum öll úr stressi

Á þessum síðustu og verstu tímum þegar við höfum verið skilgreind sem gjaldþrota þjóð gerir streitan vart við sig. Krónan er víst verðlaus, makríllinn og hvalirnir bara éta og éta okkur út á gaddinn og fjármálalegt hrun er yfirvofandi. Birtingarmyndir streitu eru fjölmargar, m.a. kaupæði, grátur, reiði, útifundir, niðurgangur, svitaköst, minna kynlíf, þyngdaraukning og þyngdartap, stífir kjálkar, samskiptaörðugleikar, svefnleysi, bakverkir o.fl. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lét einhvern tímann hafa eftir sér að fjórða hvert sjúkrarúm væri upptekið vegna streitutengdra atriða. Við getum því stressað okkur yfir því að kostnaðurinn í heilbrigðiskerfinu muni vaxa verulega á næstunni. Tími svartsýnu "raunsæismannanna" er runninn upp og sól jákvæðninnar horfin í skuldafenið. 

Í þessum klukkustundar fyrirlestri verður farið yfir fyrirbærið streitu á fræðilegan og léttan og samkvæmt sumum örugglega óábyrgan hátt. Skoðað verður hvernig stressuð þjóð sem ekki er viðbjargandi getur brugðist við og slakað á. 

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |