Brjóstaþreifing

Brjóstakrabbamein eru algengustu krabbamein hjá konum á Íslandi. Ein af hverjum 10 konum greinist á lífsleiðinni. Með því að greina meinið snemma aukast líkur á lækningu. Greining byggir fyrst og fremst á röntgenmynd af brjóstum og einnig að miklu leyti á brjóstaþreifingu. Þó að röntgenmynd greini stærsta hluta meinanna þá er um 25% brjóstakrabbameina sem sjást ekki á mynd. Því getur skipt miklu máli að þekkja brjóst sín vel til að geta fundið hnút á byrjunarstigi.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu einkenni brjóstakrabbameina og helstu lífshætti sem rannsóknir hafa sýnt að lengi og bæti lífaldur. Einnig verður kennt hvaða aðferðir taldar eru árangursríkar við brjóstaþreifingu. 


Fyrirlesarar:

Lára G. Sigurðardóttir er læknir hjá Krabbameinsfélaginu og í doktorsnámi í lýðheilsuvísindum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra um krabbamein og lífsstíl, meðal annars á alþjóðlegum ráðstefnum.  Lára gaf út bókina “Útivist og afþreying fyrir börn” í lok árs 2012 ásamt Sigríði Örnu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi en bókin hefur það markmið að efla samverustundir fjölskyldna og hreyfingu barna.

Sigríður Arna Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Áður starfaði hún fyrir Íslenska Erfðagreiningu og Hjartavernd. Hún hefur haldið fyrirlestur um Krabbamein og lífsstíl í ýmsum fyrirtækjum. Sigríður gaf út bókina “Útivist og afþreying fyrir börn” í lok árs 2012 ásamt Láru G. Sigurðardóttur lækni en bókin hefur það markmið að efla samverustundir fjölskyldna og hreyfingu barna. 

Skráning á póstlista  |    |