Brjóstaþreifing

Brjóstakrabbamein eru algengustu krabbamein hjá konum á Íslandi. Ein af hverjum 10 konum greinist á lífsleiðinni. Með því að greina meinið snemma aukast líkur á lækningu. Greining byggir fyrst og fremst á röntgenmynd af brjóstum og einnig að miklu leyti á brjóstaþreifingu. Þó að röntgenmynd greini stærsta hluta meinanna þá er um 25% brjóstakrabbameina sem sjást ekki á mynd. Því getur skipt miklu máli að þekkja brjóst sín vel til að geta fundið hnút á byrjunarstigi.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu einkenni brjóstakrabbameina og helstu lífshætti sem rannsóknir hafa sýnt að lengi og bæti lífaldur. Einnig verður kennt hvaða aðferðir taldar eru árangursríkar við brjóstaþreifingu. 

 

Fyrirlesari:

Sigríður Arna Sigurðardóttir (hægra megin á myndinni) er hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Áður starfaði hún fyrir Íslenska Erfðagreiningu og Hjartavernd. Hún hefur haldið fyrirlestur um Krabbamein og lífsstíl í ýmsum fyrirtækjum. Sigríður gaf út bókina “Útivist og afþreying fyrir börn” í lok árs 2012 ásamt Láru G. Sigurðardóttur lækni en bókin hefur það markmið að efla samverustundir fjölskyldna og hreyfingu barna. 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |