Fjölskyldan í fyrirrúmi

Í dag vinna margir foreldrar langan vinnudag og því gefst oft minni tími til samverustunda með börnum en ella. Tíminn er dýrmætur og því mikilvægt að nýta vel þær stundir sem við eigum með þeim. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað hægt er að gera til að skapa góðar minningar með börnunum og upplifa skemmtileg ævintýri með þeim. Einnig verður farið yfir þá þætti sem skipta miklu máli í uppvexti barna: fyrirmyndir, hreyfingu, útiveru, andlega vellíðan o.fl. Kyrrseta er vaxandi vandamál og börn eyða miklum tíma fyrir framan tölvur og sjónvarp. Með því að kynna fyrir þeim hvað felst í heilbrigðum lífsstíl eru þau líklegri til að tileinka sér þann lífsstíl síðar meir. 

Einnig kynnum við í fyrirlestrinum efni bókarinnar “Útivist og afþreying fyrir börn.” Hún var samin í þeim tilgangi að gefa fjölskyldum gott yfirlit yfir þá afþreyingu sem er í boði á Höfðuborgarsvæðinu og nálægum sveitarfélögum. 

 

Fyrirlesari:

Sigríður Arna Sigurðardóttir (hægra megin á myndinni) er hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Áður starfaði hún fyrir Íslenska Erfðagreiningu og Hjartavernd. Hún hefur haldið fyrirlestur um Krabbamein og lífsstíl í ýmsum fyrirtækjum. Sigríður gaf út bókina “Útivist og afþreying fyrir börn” í lok árs 2012 ásamt Láru G. Sigurðardóttur lækni en bókin hefur það markmið að efla samverustundir fjölskyldna og hreyfingu barna. 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |