Krabbamein og lífsstíll

Sá lífsstíll sem þú tileinkar þér getur haft mikil áhrif á hversu lengi þú lifir og hversu miklum lífsgæðum þú býrð yfir. Þú getur í raun haft heilmikið um það að segja. 

Þriðji hver einstaklingur fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að hægt er að koma í veg fyrir um þriðjung allra krabbameina með heilbrigðum lífsstíl og annan þriðjung með því að greina meinið snemma. Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein hafa aukist um að minnsta kosti helming undanfarna áratugi og því mikilvægt að við séum vakandi fyrir einkennum og tileinkum okkur heilbrigðan lífsstíl. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um helstu einkenni algengustu krabbameina á Íslandi og hvaða lífsstíl hægt er að tileinka sér til að lengja og bæta lífaldur. Lögð verður áhersla á rannsóknir á tengslum krabbameina og ákveðinna lífshátta, svo sem hreyfingu, mataræði, andlega vellíðan og svefn o.fl. 

 

Fyrirlesarar:

Sigríður Arna Sigurðardóttir (hægra megin á myndinni) er hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Áður starfaði hún fyrir Íslenska Erfðagreiningu og Hjartavernd. Hún hefur haldið fyrirlestur um Krabbamein og lífsstíl í ýmsum fyrirtækjum. Sigríður gaf út bókina “Útivist og afþreying fyrir börn” í lok árs 2012 ásamt Láru G. Sigurðardóttur lækni en bókin hefur það markmið að efla samverustundir fjölskyldna og hreyfingu barna. 

 

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |