Aukin vitund um mikilvægi D-vítamíns á norðurslóðum

Betri heilsa, aukin vellíðan og hærri framlegð

Ísland liggur á breiddargráðu 64°N og vegna legu landsins berum við ábyrgð á því að vera meðvituð um D-vítamín forða okkar allt árið um kring. Besta leiðin til að viðhalda og fylla á tankinn eru UVB geislar sólarinnar, en þeir eru af skornum skammti stóran hluta ársins hér á landi. Síðastliðin 10 ár hefur fiskneysla dregist saman um þriðjung og hefur það líka áhrif á forða landsmanna auk annarra áhrifavalda eins og minni útiveru á sumrin, sólarvarna og mataræðis almennt. Vísindamenn á þessu sviði og læknasamfélagið eru með ólíkar hugmyndir um inntökumagn D-vítamín fæðubótarefna en eru nokkuð sammála um lægra og efra gildi D-vítamínbúskapar, sem er mælanlegur í blóðprufu.  Í fyrirlestrinum fer Anna yfir mikilvægi D-vítamíns á mannamáli, vísar í eigin reynslu og bendir á leiðir til að finna jafnvægi í D-vítamín forða líkamans sem leggur grunn að vellíðan okkar og góðri heilsu. 

Anna Þ. Ísfold er viðskiptafræðingur að mennt og hefur á liðnum árum bætt við sig þekkingu í lýðheilsu og næringarfræði. Hún hefur frá árinu 2006 starfað sem framkvæmdastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og er að þróa heilsuvörur undir merkinu Isfold, meðal annars íslenska ullarsæng. Undanfarin ár hefur hún fylgt áhuga sínum á D-vítamíni, aflað sér upplýsinga um niðurstöður rannsókna jafnóðum og þær birtast í tímaritum víðsvegar um heiminn, haldið fyrirlestra og veitt ráðgjöf á þessu sviði. Einnig hefur Anna tekið að sér ritrýningu þýddrar bókar um sólskinsvítamínið. 

Anna fjallar um mikilvægi D-vítamíns á norðurslóðum. Segir frá eigin reynslu af D-vítamín skorti og afleiðingum þess. 

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |