Jákvæð leiðtogastjórnun - gleði - árangur - aukin lífsorka 7. mars kl. 13-16

Mikil krafa er til stjórnenda um að „mannauðurinn“ skili árangri í bráð og lengd. Innri styrkur stjórnenda og jákvæður starfsandi er grunnurinn að góðum árangri. Námskeiðið byggir á fyrirlestri og léttum, öflugum Qigong æfingum sem allir geta gert í vinnufötunum. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lykilatriði í þjónandi leiðtogastjórnun til að efla samstöðu og vilja starfsmanna til að gera enn betur. Hvað getur stjórnandinn gert til að efla starfsandann þannig að starfsmenn vinni betur að lykilverkefnum, séu óhræddir við að miðla þekkingu og leggi sig fram um gera enn betur? Þau fyrirtæki sem hafa jákvæða og viljasterka starfsmenn ná og viðhalda samkeppinsforskoti.  

Frú Vigdís Finnbogadóttir segir m.a. í meðmælum. „Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér Qigong, viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“. 

Námskeiðið hentar öllum stjórnendum, leiðtogum sem vilja auka starfsgleði, árangur og eigin styrk.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Nokkur lykilatriði fyrir stjórnendur til að efla innri styrk 
  • Hvernig byggir stjórnandi upp jákvæðan starfsanda?
  • Hvernig er hægt að meta styrk „mannauðsins“? 
  • Kynning á Qigong lífsorkuæfingum, öndun og núvitund, sem auka innri styrk og jákvæðni. 
Ávinningur:
  • Ný þekking til að efla jákvæðan starfsanda. 
  • Meiri orka og starfsgleði.
  • Aukin hæfni til að takast á við erfiðar aðstæður með uppbyggilegum hætti.
  • Grunnþekking á gagnreyndri aðferð til að bæta andlega og líkamlega líðan.

Hámarksfjöldi er 16 manns.

Fyrirlestur og leiðsögn: Þorvaldur Ingi Jónsson, Ms í stjórnun og stefnumótun og Qigong leiðbeinandi.

Námskeiðsgjald: kr. 19.900. 

Upplýsingar og skráningar: ingrid@thekkingarmidlun.is og s. 892 2987.

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |