NÝTT: Myglaðir vinnustaðir

Það að mygla greinist á vinnustað er frábært þ.e. að vandamálið skuli loksins vera fundið þó vissulega sé betra að ekki sé neinn sveppur. Það sem gerist síðan er ekki bara viðfangsefni sveppasérfræðinga heldur allra starfsmanna, viðskiptavina þeirra og fjölskyldna starfsmanna.  Finna þarf sökudólg eða sökudólga sem oftast tekur ekki langan tíma. Búast má við flutningi af vinnustaðnum, verri vinnuaðstöðu tímabundið, truflun á verkefnum, verri þjónustu, versnandi móral, aukinni streitu, versnandi kvíða auk þess sem erfiðu samstarfsmennirnir geta orðið enn verri. Hugsanlega þarf að henda málverkum, gömlu drasli, sodastrímtækjum og pappírum sem lykta, sem getur verið álíka og að ganga í gegnum erfiðan skilnað eða hatrammar fjölskyldudeilur. Sumir fara fá áfall og aðrir vilja henda öllu. 

Fyrirbæri sem kallað er „nosophobia“ eða „medical student syndrome“ skýtur rótum og áður en fólk veit af eru allskyns einkenni farin að kræla á sér í starfsmannahópnum.  Veikindi aukast og umræður á kaffistofunni fara að snúast um sjúkdóma og vini og kunningja sem hafa lent í sveppnum. 

Í þessum alvarlega fyrirlestri verður farið inn á það hvað vinnustaðir geta gert til að lifa af sveppinn.

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |