Persónuverndarstefnan

Einn af hornsteinum Þekkingarmiðlunar kt. 440102-2550 er ábyrgð í orðum og gerðum. Fyrirtækið leitast við að uppfylla í hvívetna ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem öðluðust gildi hér á landi 15. júlí 2018.
Þekkingarmiðlun tekur alvarlega réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar og leggur áherslu á að þær séu unnar með lögmætum, vönduðum og gagnsæjum hætti. Í persónuverndarstefnu Þekkingarmiðlunar kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Stefnan er aðgengileg á vefsíðu Þekkingarmiðlunar, www.thekkingarmidlun.is. Markmið okkar er að verktakar á vegum Þekkingarmiðlunar, viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.
 
Ábyrgð
Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt. Persónuverndarstefnan er kynnt verktökum á vegum fyrirtækisins og starfsmenn undirrita jafnframt trúnaðaryfirlýsingu sem gildir þótt þeir láti af störfum hjá Þekkingarmiðlun.
 
Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga 
Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem nota má til að bera kennsl á eða hafa samband við tiltekinn einstakling. Þær persónugreinanlegu upplýsingar sem Þekkingarmiðlun safnar eru í fyrsta lagi netföng einstaklinga en áhugasamir geta skráð sig á póstlista í þar til gerðum glugga á heimasíðu fyrirtækisins, www.thekkingarmidlun.is. Póstlistinn er annars vegar notaður til að miðla upplýsingum um námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði á vegum Þekkingarmiðlunar auk annarra tilkynninga eins og jólakveðja. Hins vegar er listinn notaður til að senda út rafrænar þjónustukannanir. Vilji einstaklingur ekki lengur vera á póstlista Þekkingarmiðlunar, getur hann afþakkað það hvenær sem er með því að senda póst á thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is.  
 
Í öðru lagi safnar Þekkingarmiðlun nafni, kennitölu, heimilisfangi, símanúmeri og netfangi þeirra einstaklinga sem skrá sig á námskeið, ráðstefnu eða annan viðburð hjá fyrirtækinu. Þessar upplýsingar eru vistaðar um óákveðinn tíma. Tilgangurinn er í fyrsta lagi að geta staðfest námskeiðssókn einstaklinga með sérstöku viðurkenningarskjali, óski þeir eftir því, í öðru lagi að geta útbúið reikninga vegna námskeiðsþátttöku og í þriðja lagi í tölfræðilegum tilgangi til að mæla þróun í starfi Þekkingarmiðlunar.
 
Í þriðja lagi safnar Þekkingarmiðlun rafrænum umsögnum um einstaklinga í tengslum við frammistöðumat þátttakenda á stjórnendanámskeiðum. Viku eftir afhendingu umsagnarblaðsins er umsagnareyðublaðinu og rafrænu umsögnunum eytt. Þekkingarmiðlun takmarkar aðgang að þessum upplýsingum og hefur aðeins umsjónarmaður stjórnendanámskeiðsins hverju sinni aðgang að þeim.
 
Í fjórða lagi safnar Þekkingarmiðlun nafni, kennitölu, heimilisfangi, símanúmeri, netfangi og bankaupplýsingum verktaka á vegum fyrirtækisins í þeim tilgangi að geta greitt þeim laun.
 
Miðlun persónuupplýsinga 
Þekkingarmiðlun leggur áherslu á trúnað og nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Þekkingarmiðlun miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki. Ætlast er til að starfsmenn og verktakar fari með allar upplýsingar um einstaklinga sem trúnaðarmál og í samræmi við ákvæði laga og reglna um persónuvernd. 
 
Öryggi gagna 
Þekkingarmiðlun leggur áherslu á að örugga varðveislu persónuupplýsinga og tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni. 
 
Endurskoðun á stefnu 
Persónuverndarstefna Þekkingarmiðlunar er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og unnt er um hvernig það safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi þær eru notaðar. Þekkingarmiðlun áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Ný útgáfa skal auðkennnd með útgáfudegi. Allar fyrirspurnir um meðferð persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Þekkingarmiðlunar skal senda á netfangið personuvernd@thekkingarmidlun.is.
 
Persónuverndarstefna fyrst samþykkt 10.07.2018
 
Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |