Að takast á við erfiða einstaklinga

Erfiðir einstaklingar kosta okkur hin mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim. En það er einmitt ergelsið sem fær okkur til að grípa til aðgerða. Við höfum alltaf val þegar við lendum í erfiðum einstaklingum. Við getum gert ekki neitt og látið þá vaða yfir okkur á skítugum skónum. Við getum líka forðast þá og reynt að halda samskiptum okkar við þá í lágmarki. Eða við getum tekið slaginn og neitað að sætta okkur við hegðun þeirra. En hvað gera þessir einstaklingar og hvað getum við gert til að hafa áhrif á hegðun þeirra til betri vegar? 

Fjallað er um nöldrarann, vitringinn, einræðisherrann, hinn þögla, laumufarþegann og skoðanaleysingjann á mjög leikrænan og skemmtilegan hátt.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |