Að trúa á sjálfan sig

Við þurfum öll á sjálfstrausti og sjálfsöryggi að halda til að takast á við lífsins áskoranir og breytingar í umhverfinu okkar. Skortur á sjálfstrausti getur hamlað jafnvel færustu einstaklingunum, haft áhrif á baráttuvilja þeirra og haldið aftur af þeim. Það hvernig við hugsum um okkur sjálf og tölum við okkur sjálf hefur mikil áhrif á líðan okkar og hegðun. Óraunhæfar hugmyndir um eigin getu geta leitt til neikvæðra tilfinninga sem auðveldlega standa í vegi fyrir árangri. Einstaklingar sem búa yfir sjálfstrausti trúa á sjálfa sig og eigin getu. Þeir telja sig hæfa í starfi og líklega til að ná árangri. Þeir treysta sér til að vinna sjálfstætt, eru einbeittir og ákveðnir og koma fram við aðra af öryggi. Þeir þora að hafa óvinsælar skoðanir og læra af eigin mistökum. Þeir þekkja eigin gildi, styrkleika, þarfir og takmarkanir og eru opnir fyrir hreinskilinni endurgjöf á frammistöðu sína.

Í fyrirlestrinum er farið yfir skilgreiningarnar á sjálsöryggi og sjálfsáliti. Farið er í mikilvægi þess að þora að gera mistök, læra af þeim og takast á við gagnrýni. Fjallað er um skynjun á eigin getu, tengsl hugarfars og líðan, áhrif hugsana á hegðun og ákveðni í samskiptum.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |