Bættir borðsiðir

Bergþór Pálsson fer í eitt og annað sem gestur og gestgjafi þurfa að hafa í huga þegar veislur eru annars vegar; kynningar, samræður, gjafir, veislustjórn, tækifærisræður, borðsiði o.s.frv. Hvað er kokteilklæðnaður? Hvernig eru eftirréttahnífapör lögð á borð? Á ég að lyfta glasi ef skálað er fyrir mér? Hvernig er hjónum skipað til sætis? Hvað má líða langur tími þar til veitingar eru bornar fram? Hvern á að kynna fyrst? Hvað á að gera við servíettuna ef maður þarf að bregða sér frá? Þessum og mörgum fleiri spurningum er svarað í þessum skemmtilega fyrirlestri. Jafnframt er lögð áhersla á að hlýlegt og létt viðmót skipti meira máli en reglur eða siðvenjur. 

Bergþór gefur góð ráð um val á gestum, boðskort, borðbúnað, móttöku gestanna og hvernig best sé að skipa þeim til sætis, samræðulist og tækifærisræður, líkamsstöðu og klæðnað, borðsiði og skálaræður, og ótalmargt fleira sem gerir góða veislu ógleymanlega. 

Fyrirlesari: Bergþór Pálsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |