Betri tímastjórnun

Tíminn er merkilegt fyrirbæri og við höfum öll mismunandi skilgreiningar á hugtakinu tími. Fyrir suma er tíminn drifkraftur, endalaus, lúxus, mesta auðlindin. Aðrir upplifa hann sem streitu, takmarkaðan, hamlandi og sóun. Flestir kvarta undan tímaleysi, við virðumst aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur. Við tökum endalaust að okkur verkefni og látum stjórnast af áreitum í kringum okkur. Við erum allan daginn í viðbragðsstöðu í stað þess að einblína á það sem skiptir raunverulega máli.

Í fyrirlestrinum er farið í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |