Er gaman í vinnunni?
Við verjum stærsta hluta dagsins eða u.þ.b. 75% af vökutíma okkar í vinnunni og því er mikilvægt að hafa gaman af vinnunni. Viðhorf okkar gagnvart vinnunni og að sjá hlutina í jákvæðu ljósi og nota gott skopskyn skiptir hér öllu máli. Rannsókn ráðgjafans Leslie Gibson sem birtist í tímaritinu Florida Trend árið 1992 sýndi að leikskólabörn brosa að meðaltali 400 sinnum á dag á meðan fullorðnir brosa aðeins 15-16 sinnum á dag. Rannsókn við háskólann í Michigan sýndi að fólk með gott skopskyn er hugmyndaríkara, í betra tilfinningalegu jafnvægi, raunsærra og með meira sjálfstraust. Húmorinn hefur auk þess jákvæð áhrif á samskiptin við annað fólk. Og þetta er merkileg keðjuverkun vegna þess að þegar við erum glöð þá brosum við og þegar við brosum þá verðum við glöð. Til að skapa líflegri og skemmtilegri vinnustað þarf ekkert nema smá hugmyndaflug og framtakssemi.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um leiðir til að gera vinnuna skemmtilegri. Byggt er m.a. á bókinni Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results, sem kom út árið 1995, og bókinni How full is your bucket? eftir Donald Clifton.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman