Er líf eftir vinnuna?

Nýlegar rannsóknir sýna að næstmesti streituvaldurinn í vinnunni er það að reyna að samræma vinnu og einkalíf. Við lifum erilsömu lífi og erum í mörgum hlutverkum: við erum m.a. starfsmenn, foreldrar, makar, vinir og vinkonur, börn foreldra okkar og samfélagsverur. Það er oft og tíðum mikil áskorun að reyna að halda jafnvæginu milli starfsframa, fjölskyldunnar, áhugamála, félags- og tómstundastarfs, símenntunar og annarra mikilvægra þátta lífsins. Vinnan er oft tekin fram yfir fjölskylduna. Við erum oft með hugann við vinnuna þegar við verjum tíma með fjölskyldunni og erum svo með samviskubit þegar við verjum of miklum tíma í vinnunni. 

Þegar fólk horfir til baka óskar það þess oft að það hefði tekið aðrar ákvarðanir um líf sitt. Margir eru með eftirsjá með tilliti til persónulegs lífs síns. Þau markmið sem menn stefndu að fóru oft á kostnað annarra þátta eins og fjölskyldunnar og vinanna. Vinnan hefur gagntekið þá og þeir hafa ekki fundið tíma til að taka þátt í neinu öðru sem skiptir þá verulegu máli, eins og t.d. að stunda áhugamálin, horfa á leikrit barnanna í skólanum eða einfaldlega lesa skáldsögu.

Í fyrirlestrinum er farið í ástæður þess að jafnvægið milli vinnu og einkalífs riðlist og hvað við getum gert til að öðlast betra jafnvægi.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |