Ert þú sigurvegari í þínu lífi?

Hvað er það sem kemur í veg fyrir að við lifum lífi án takmarkana og hvað hindrar okkur í því sem okkur langar til að gera? Hvernig getum við tekið stefnuna á hamingjusamara líf með því að líta á möguleika okkar og hætt að stjórnast af hömlunum og takmörkunum á okkar eigin getu. Skiptir hugarfarið og jákvæðnin miklu máli þegar afburða árangur er annars vegar? Er öll þekking af hinu góða? Mikilvægi markmiða og þess að hafa framtíðarsýn? Hvað er að vera formyrkvaður? Getur uppvöxturinn hindrað okkur í að ná árangri síðar meir? Hvað þýðir í raun að vera metnaðarfullur? Hvernig á að takast á við úrtölufólkið? Hvað getur þú gert ef þú trúir ekki á nein takmörk? 

Fyrirlesturinn sýnir okkur fram á að fólk sem skarar framúr er í grunneðli ekkert öðruvísi en við hin. Munurinn liggur einungis í viðhorfi sem við getum auðveldlega tileinkað okkur. 

„To give anything less than your best is to sacrifice the gift.“ - Steve Prefontaine

Fyrirlesari: Ásgeir Jónsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |