Hláturjóga

Fyrirlesturinn er byggður á kenningum og aðferðum indverska læknisins Dr. Madan Kataria og konu hans Madhuri Kataria. Þau stofnuðu fyrsta hláturklúbbinn árið 1995 til að sannreyna kenningar um jákvæðan áhrifamátt hláturs á sál og líkama. Í stað þess að nota brandara til að vekja hlátur hafa þau þróað æfingakerfi sem hefur sömu áhrif og jákvæður hlátur sprottinn af innri gleði. Kerfið tengist fornum jógaaðferðum, hasyajóga. Aðferðir Katariahjónanna hafa sannað ótvírætt að hláturjógaæfingar - "hlátur án tilefnis" -hafa bætandi áhrif á andlega og líkamlega líðan, samskipti við aðra og sjálfsmat fólks sem stundar þær. 

Í fyrirlestrinum er kennt hvernig hláturjógaæfingar eru góð leið til heilbrigðara lífernis. Fyrirlesturinn er skemmtilegur, uppbyggjandi og áhrifaríkur. Hann hentar vel í allri hópvinnu, á ráðstefnum, fundum og hvers konar mannamótum. 

Fyrirlesari: Ásta Valdimarsdóttir eða Sunneva Jörundsdóttir

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |