Listin að lifa í núinu
Lífið gerist í núinu. En allt of oft látum við núið renna úr greipum okkar með því að hraða okkur fram hjá mikilvægum augnablikum í dag og eyða dýrmætum sekúndum lífs okkar í áhyggjur af framtíðinni eða vangaveltur um fortíðina. Við erum alltaf að og gefum okkur lítinn tíma til að stunda íhugun og koma kyrrð á hugann. Á meðan við erum í vinnunni hugsum við um sumarfríið, í sumarfríinu höfum við svo áhyggjur af stöflunum á skrifborðinu. Við stöldrum við neikvæðar hugsanir fortíðarinnar eða erum óróleg vegna alls þess sem gæti gerst eða ekki gerst í framtíðinni. Við berum ekki virðingu fyrir núinu vegna þess að „apahugurinn okkar“ - eins og búddistar kalla hann - stekkur um eins og apar sem sveifla sér á milli trjáa.
Núvitund (mindfulness) er ástand þar sem við höfum athygli í núinu á opinn og virkan hátt. Þegar við iðkum núvitund áttum við okkur á því að við erum ekki hugsanir okkar heldur lifum þær frá augnabliki til augnabliks, án þess að taka afstöðu eða dæma þær. Núvitund þýðir að vera með hugsunum sínum eins og þær eru, án þess að grípa þær eða ýta þeim burt. Í stað þess að láta lífið líða hjá án þess að lifa því, vaknar maður til meðvitundar og upplifir það á virkan hátt.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman