Samskiptastílar - MBTI
Öll erum við einstök og því gengur okkur betur að ná til sumra en annarra. Árangurinn sem við náum byggist á því hvernig við umgöngumst okkur sjálf og aðra. Persónuleikapróf MBTI, sem er eitt mest notaða persónuleikaprófið í heiminum í dag, gefur innsýn í hegðun og samskiptamáta fólks. Prófið gerir greinarmun á 16 persónuleikum útfrá fjórum þáttum sem eru Extrovert-Introvert, Sensing-Intuition, Thinking-Feeling og Judging-Perceiving. MBTI dregur fram eðlislægan mismun milli einstaklinga og auðveldar þannig skilning í samskiptum við fólk sem er ólíkt okkur sjálfum. Sjálfsþekking er undirstaða þekkingar á öðru fólki og eykur umburðarlyndi og árangur í samskiptum.
Samskipti við vinnufélaga, ættingja, maka og viðskiptavini verða aldrei eins eftir þennan fyrirlestur.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson