Tilfinningagreind

Daniel Goleman, sem hefur m.a. skrifað bækurnar Tilfinningagreind (1995), Working with Emotional Intelligence (1998) og Primal Leadership (2002), skilgreinir tilfinningagreind sem getu til að þekkja og skilja eigin tilfinningar og annarra ásamt getu til að hvetja sjálfan sig og stjórna eigin tilfinningum og samskiptum við annað fólk. Í bókunum sínum sýnir Goleman fram á að tilfinningagreind og innsæi eru mikilvægari en flest annað til að ná árangri í lífi og starfi.

Tilfinningagreind hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og velgengni jafnt í starfi sem og í einkalífi. Lítil tilfinningagreind getur leitt til ýmissa erfiðleika í mannlegum samskiptum og lífinu almennt. Tilfinningagreind einkennist af þáttum eins og sjálfsmeðvitund, sjálfsstjórn, hæfni til að hvetja sjálfa(n) sig til dáða, félagslegri meðvitund og félagslegri færni. 

Hægt er að hafa áhrif á tilfinningagreind okkar með markvissri kennslu og þjálfun.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |