Við deyjum öll úr stressi
Á þessum síðustu og verstu tímum tímum þegar veiran hefur tekið yfir lífið og andlitsgríman og tveggja metra reglan orðin að viðmiði er gott að huga að stressinu sem plagar okkur öll. Birtingarmyndir streitu eru fjölmargar, m.a. kaupæði, grátur, reiði, útifundir, niðurgangur, svitaköst, minna kynlíf, þyngdaraukning og þyngdartap, stífir kjálkar, samskiptaörðugleikar, svefnleysi, bakverkir og spenna. Tími svartsýnu "raunsæismannanna" er runninn upp en sól jákvæðninnar er samt bara rétt á bak við rigningarskýin.
Í þessum klukkustundar fyrirlestri verður farið yfir fyrirbærið streitu á fræðilegan og léttan og samkvæmt sumum örugglega óábyrgan hátt. Skoðað verður hvernig stressuð þjóð sem ekki er viðbjargandi getur brugðist við og slakað á.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson