Að móta menningu á vinnustað

Allir vinnustaðir hafa sína sérstöku menningu. Til dæmis ríkir sums staðar samkeppnisandi og starfsmönnum finnst þeir sífellt þurfa að skara fram úr samstarfsfólkinu sínu. Á öðrum vinnustöðum ríkir samstarfsandi og þar finnst starfsmönnum fremur að þeim beri að vinna saman sem ein heild. Á enn öðrum vinnustöðum reynir fólk að fela mistök og koma sér undan ábyrgð. Segja má að vinnustaðarmenningin sé hinn óskrifaði hluti sem skýrir af hverju fólk gerir ákveðna hluti, hugsar á sama hátt, samþykkir sömu markmið, notar sömu vinnuaðferðir o.s.frv. Dæmi um það er t.d. að ef refsað er fyrir mistök þá má búast við að fólk reyni að fela mistökin. Skilningur á því hvers vegna fólk gerir það sem það gerir er mikilvægur hluti þess að vinna með menningu. Það er hægt að breyta menningu en fyrsta skrefið er að skilja orsakasamhengi hlutanna eins og hvernig hegðun stjórnenda mótar hegun annarra m.a. varðandi mætingu. Oftast er um að ræða mismunandi menningar og mismunandi gildismat á milli hópa á vinnustaðnum. Kynjaskipting, þjóðerni, þjóðfélagsstaða og samsetning hópsins geta haft afgerandi áhrif á ríkjandi gildismati.

Í fyrirlestrinum er fjallað um hvað vinnustaðarmenning er og nokkrar menningargerðir teknar til umræðu.

 

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |