Ástir Íslendinga frá landnámi - í grófum dráttum

Íslendingar bjuggu lengst af við sérdeilis erfið skilyrði þegar kom að nánu samlífi ástar og kynlífs. Við vorum fámenn þjóð, ekki einu sinni þjóð heldur dreifður hópur manna, sem lifði á fyrri tímum í strjálbýlu og köldu landi þar sem samskipti íbúa voru mjög takmörkuð langtímum saman. Hér var kyrrstaða. Allt frosið. Í aldaraðir ríkti  mikil almenn fáfræði um flesta hluti og ekki síst kynlíf. Hér þreifst allskonar dellutrú og margskonar hindurvitni - lengur en hjá flestum öðrum þjóðum.  Þetta hefur auðvitað mótað afstöðu okkar landsmanna til þessa sterka afls í mannlegu eðli. Kannski sterkasta aflsins. Í þessum uppistandsfyrirlestri er farið yfir þróun ástar og kynlífs á Íslandi af hæfilegri alvöru og varpað fram nýstárlegum kenningum og spurningum varðandi náin samskipti Íslendinga á fyrri öldum og þau skoðuð í samhengi við líf okkar í dag.  

Fyrirlesari: Júlíus Brjánsson

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |