Á morgun segir sá lati...
Margir glíma við þann slæma sið að slá verkefnum á frest. Afleiðing frestunar er oft mikil og ónauðsynleg tímasóun auk þess sem hún kemur í veg fyrir að draumar rætist, markmið náist og hugmyndum sé komið í framkvæmd. Fyrir marga er frestun slæm venja eða viðhorf sem dregur úr framleiðni og eykur streitu og sektarkennd og hefur neikvæð áhrif á starfsframa þeirra.
Ástæður frestunar geta verið margvíslegar. Það er algengt að fresta verkefnum sem eru leiðinleg, ógeðfelld eða óþægileg. Við frestum einnig þegar við vitum ekki alveg hvernig best væri að leysa verkefnið af hendi eða þegar okkur skortur nauðsynlegar upplýsingar eða gögn. Skortur á markmiðum, tímamörkum eða umbun getur leitt til frestunar. Ótti af ýmsum toga getur einnig verið lamandi afl.
Í fyrirlestrinum er farið í ástæður frestunar ásamt áhrifaríkum leiðum til að sigrast á frestunaráráttu.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman