Fimmtán heilsusamleg áhrif þess að brosa

Við verjum mörgum milljónum á ári í að bæta heilsuna með alls konar fæðubótarefnum,  líkamsræktarkortum, kúrum og námskeiðum. Ein ódyrasta leiðin til að efla heilsuna, bæta líðan og lengja lífið er að brosa. Ávinningur þess að brosa er margvíslegur:

1. Lægri hjartsláttur: Bros hægir á hjartslættinum og hjálpar líkamanum að slaka á. Fólk sem brosir oft er minna líklegt til að þróa með sér hjartasjúkdóma. Bros lækkar einnig blóðþrýstinginn marktækt.

2. Minni streita: Þegar við brosum eykst flæði endorfíns og serótónins í blóðinu sem vinnur gegn og dregur úr stresshormónum. 

3. Betra skap: Endorfín gerir meira en hafa taumhald á streitu því það bætir skapið og dregur úr þunglyndistilfinningu.

4. Styrkir ónæmiskerfið: Bros eykur mótefnisvaka í líkamanum, sem hefur þau áhrif að ónæmiskerfið ræðst hraðar og á áhrifaríkari hátt á veirur. Bros heldur því burtu flensu og kvefi. 

5. Verkjastillandi: Bros og hlátur stuðla að myndun líkamans á endorfínum sem draga ekki aðeins úr streitu heldur virka verkjastillandi. 

6. Aukin afköst: Það er óumdeilt að húmor og bros stuðlar að auknum afköstum og meiri framleiðni.  

7. Aukið traust: Rannsóknir sýna að við treystum fólki betur þegar það brosir innilegu brosi. Traust er mikilvægt í samskiptum við annað fólk.  

8. Meiri samkennd: Þegar við skömmumst okkar eru fyrstu viðbrögðin oft að brosa. Þessi eðlishvöt brýtur upp vandræðalegheitin, stuðlar að linkind hvað varðar skoðun annarra á okkur, og skapar samkennd þar sem við höfum öll upplifað skömmustutilfinningu. 

9. Aukin einbeiting: Bros eykur athygli okkar og einbeitingu.

10. Smitandi: Bros hefur mjög smitandi áhrif. Rannsóknir sýna að 50% fólks brosir til baka. Bros getur bætt andrúmsloftið og haft jákvæð áhrif á lund annarra. Bros getur dimmu í dagsljós breytt. 

11. Aðlaðandi: Bros gerir fólk meira aðlaðandi og við löðumst að fólk sem brosir. Þetta virðist eiga sérstaklega við um konur. Karlmenn eru líklegri til að laðast að konu sem brosir en konu sem myndar aðeins augnsamband. Bros eitt og sér virkar reyndar ekki eins á konur.

12. Meiri árangur: Fólk sem brosir virkar sjálfsöryggara og með meira sjálfstraust. Þeir sem brosa eru líklegri til að fá þjórfé og stöðuhækkanir, og auðveldara er að nálgast þá. 

13. Yngjandi áhrif: Bros er ókeypis andlitslyfting. Samkvæmt rannsóknum virkar fólk að meðaltali um þremur árum yngra en það er. 

14. Lengir lífið: Bros hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á útlitið heldur hafa rannsóknir leitt í ljós að fólk sem brosir meira lifir að meðaltali sjö árum lengur. Það minnkar streitu, er gott fyrir hjartað og heldur okkur ungum lengur. 

15. Bros er ókeypis: Það kostar nákvæmlega ekki neitt :-)

Lagið Smile sem var samið af Charlie Chaplin árið 1936 segir eiginlega alla söguna. Textann sömdu John Turner og Geoffrey Parsons árið 1954. Hér er það í flutningi Michael Jacksons heitins.


Birtist á Pressunni 14. janúar 2014.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |