Bættu vinnuaðstöðuna NÚNA

Þegar rýnt er í vinnuaðstöðu starfsfólks kemur í ljós að víða er pottur brotinn. Skjárinn er ekki á réttum stað og ekki rétt stilltur, borðin ekki rétt stillt, stóllinn ekki réttur, lýsingin ekki í lagi og músin á vitlausum stað, fólk situr á ská ofl. ofl. Allt þetta kallar á álag sem leiðir til óþæginda, verkja og fjarvista. Þá er ekki talað um önnur áhrif eins og framleiðni og heilsutjón einstaklingsins. 

Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari hefur áratuga reynslu af því að meðhöndla verki sem hrjá fólk á vinnustöðum. Gunnar mætir á vinnustaðinn og fer með starfsfólki yfir stillingu stóla, borða, skjáa o.fl. og kemur á starfsstöð hvers og eins til að fara yfir breytingar. Árangurinn kemur strax í ljós og fjölmörg lítil atriði hafa mikil áhrif á líðan fólks. 

Heppilegt er að sem flestir séu í stólnum sínum og geti prófað á meðan farið er yfir stillingar, en það er þó ekki nauðsynlegt. Heppilegt er að vinna með hóp á bilinu 10-20 í einu. 


Gunnar Svanbergsson lauk  B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá H.Í. 1992. Útskrifaðist svo frá University of St Augustine í Florida í Manual Therapy (M.Tc) árið 1997. Síðan kláraði Gunnar meistaragráðu (M.Sc) í heilbrigðisvísindum frá H.A. árið 2012. 

Gunnar hefur unnið við sjúkraþjálfun á Bjargi á Akureyri auk þess sem hann vann í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna í nokkur ár sem ferðasjúkraþjálfari. Hann var einn eigenda Eflingar ehf. sjúkraþjálfunar á Akureyri frá 1999-2012 og vinnur nú í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.

Gunnar hefur starfað með fjölda íþróttafélaga sem sjúkraþjálfari, í fótbolta, handbolta og skíðum, og er nú einn af sjúkraþjálfurum karlalandsliðsins í blaki. Hann hefur skrifað fjölda greina um þjálfun, forvarnir, líkamsbeitingu og vinnuvistfræði og haldið ógrynni af fyrirlestrum um málefni tengd sjúkraþjálfun.


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |