Bakvandamál vegna vinnuaðstöðu orsök óánægju í starfi

Vandamál frá lendahrygg (mjóbaki) eru eitt af stærri heilbrigðisvandamálum sem glímt er við í vestrænum samfélögum í dag. Lenda¬hryggjarvandamál eru algengasta ástæða atvinnutengdrar örorku hjá fólki yngra en 45 ára og auk þess þau dýrustu hvað varðar kostnað í heilbrigðiskerfinu og fjarvistir frá vinnu. Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfari hefur áratuga reynslu af því að meðhöndla bak og veit hvernig einföld atriði geta skapað stór vandamál. Hér gildir enn hið fornkveðna um að heilbrigt fólk á sér margar óskir en veikt fólk bara eina.

Í þessum fyrirlestri fer Gunnar yfir hvernig koma megi, á einfaldan hátt, í veg fyrir baktengd vandamál á borð við bakverki, höfuðverki, þreytu, svimatilfinningu, sjóntruflanir o.fl. Um er að ræða fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur sem tekur á þáttum sem eiga við okkur öll, alltaf!


Gunnar Svanbergsson lauk  B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá H.Í. 1992. Útskrifaðist svo frá University of St Augustine í Florida í Manual Therapy (M.Tc) árið 1997. Síðan kláraði Gunnar meistaragráðu (M.Sc) í heilbrigðisvísindum frá H.A. árið 2012.  

Gunnar hefur unnið við sjúkraþjálfun á Bjargi á Akureyri auk þess sem hann vann í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna í nokkur ár sem ferðasjúkraþjálfari. Hann var einn eigenda Eflingar ehf. sjúkraþjálfunar á Akureyri frá 1999-2012 og vinnur nú í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur.

Gunnar hefur starfað með fjölda íþróttafélaga sem sjúkraþjálfari, í fótbolta, handbolta og skíðum, og er nú einn af sjúkraþjálfurum karlalandsliðsins í blaki. Hann hefur skrifað fjölda greina um þjálfun, forvarnir, líkamsbeitingu og vinnuvistfræði og haldið ógrynni af fyrirlestrum um málefni tengd sjúkraþjálfun.



Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |