Hverjir lifa? Meiri gleði – Meira gull

… leitum svara;

Hvað þarf ég / við að gera til að byggja upp liðsheild leiðtoga og sigurvegara? Get ég gert betur í dag en í gær? Hvernig hugarfar og menning skilar árangri til framtíðar? Hvar eru tækifærin? Er ábyrgðin í minni hendi? Ætla ég að vera gleðigjafi eða mengunarvaldur? Hvað get ég / við gert saman til að njóta meiri gleði og árangurs? Hvernig get ég komið í veg fyrir langtíma veikindi og kulnun? 

… og við lærum nokkrar einfaldar heilsubætandi „Qigong“ lífsorku-æfingar í hugleiðslu og núvitund. Aukum orku, einbeitingu og viljastyrk.  Byggjum upp hugarfar þeirra sem njóta og lifa. 

Þorvaldur Ingi útfærir og sérsníðir að þörfum hvers fyrirtækis - allt frá 30 mín. viðburði til dags námskeiðs.

Ávinningur:
-Starfsmenn, leiðtogar og jákvæður starfsandi – viðhalda samkeppnishæfni
-Meiri orka og starfsgleði – komum í veg fyrir kulnun
-Aukin hæfni við að takast á við erfiðar aðstæður með uppbyggilegum hætti
-Grunnþekking á gagnreyndri aðferð til að bæta andlega og líkamlega líðan

Fyrirlesari og leiðbeinandi er Þorvaldur Ingi Jónsson, Ms í stjórnun og stefnumótun. Þorvaldur hefur haldið fjölda námskeiða og var stundakennari við HÍ í stefnumiðaðri stjórnun. Hann hefur undanfarin ár kennt og leitt Qigong lífsorku-æfingar. Hann er einn höfunda einu íslensku Qigong bókarinnar, Gunnarsæfingarnar. 


Tilvitnanir í meðmæli: 
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands hefur stundað Qigong frá árinu 1994: … Mér er af eigin reynslu ljúft og mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér Qigong, viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu. 

Rut Haraldsdóttir, mannauðsstjóri Árvakurs: Frábær fyrirlestur í alla staði. Mikið og áhugavert námsefni sem var vel framsett og tengt vinnustaðnum og starfsmönnum hans. Góðar Qigong æfingar sem við starfsmenn eigum örugglega eftir að nýta okkur í framtíðinni til að takast betur á við daglegt álag bæði í leik og starfi. 

Guðmunda Smáradóttir, Forseti eRotary og forstöðumaður Opna háskólans í HR: Fyrirlesturinn og æfingarnar á eftir mæltust afar vel fyrir og fólk fór brosandi og endurnýjað út í daginn að fundi loknum. 

Hólmfríður E. Finnsdóttir, mannauðsstjóri Tryggingastofnunar: Satt best að segja var þessi kynning frábær og voru starfsmenn TR alsælir að kynnast þessari gömlu hugmyndafræði og hvernig hægt er að nýta hana sér til heilsueflingar. 

Helgi Helgason, deildarstjóri eldra stigs, Snælandsskóla: Það var fræðandi og mannbætandi að hlusta á Þorvald Inga kynna áhrif jákvæðrar menningar og heimspekina sem Qigong æfingarnar byggja á. Við yfirgáfum salinn í andlega betra standi, hlaðin orku en samt sultuslök. Margir höfðu á orði að hér væri komin leið til að auðga andann og bæta innri styrk.

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |