Heilsan ræðst af mataræði og meltingu

Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og í fyrirlestri sínum fjallar Guðrún um það á hvaða hátt mataræði og bætiefni geta stutt líkamann til sjálfsheilunar og betri lífsgæða, meðal annars með því að draga úr bólgum, síþreytu, orkuleysi og almennri vanlíðan. Með því að velja fæðu sem fer vel með líkamann er hægt að vinna bug á ýmsum lífsstílssjúkdómum, jafnvel ýmsum sjálfsónæmissjúkdómum. Náttúrulæknar hafa lengi litið svo á að rekja megi 90% sjúkdóma í líkamanum til ristils og smáþarma. Nú hafa vísindamenn víða um heim slegist í þann hóp, auk lækna sem stunda heildrænar lækningar (functional medicine) – en þekkingin er ekki ný, því fyrir tæpum 2400 árum var Hippokrates alveg með þetta á hreinu við sínar lækningar. 

 

Guðrún Bergmann, rithöfundur og heilsuráðgjafi er bæði höfundur og þýðandi fjölda bóka um heilsumál. Hún hefur á námskeiðum sínum í rúm 27 ár fjallað um náttúrulegar leiðir til bættrar heilsu, þar sem mataræði og bætiefni stuðla að nýju jafnvægi í líkamanum og bæta heilsufarsástand hans. Sjálf hefur hún m.a. náð að koma lagi á vanvirkan skjaldkirtil, losnað við bráðaliðbólgu og náð að vinna sig upp úr nánast algerum útbruna með þeim aðferðum sem hún deilir. Undanfarin 2 ár hefur Guðrún haldið námskeiðið HREINT MATARÆÐI fyrir meira en 600 manns, en það er byggt á samnefndri bók eftir úrúgvæska hjartasérfræðinginn Alejandro Junger. Árangur þátttakenda hefur verið ótrúlega góður og sýnir hversu miklum heilsufarslegum árangri má ná á ekki lengri tíma en þremur vikum.  

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |