Borðsiðir, matur og kurteisi

Öll erum við sammála um mikilvægi góðra borðsiða, hvort heldur er um að ræða dags daglega, formlega málsverði eða viðskiptamátíðir. 

Borðsiðir, kurteisi, matseld og veislur eru Albert hugleikin. Í fyrirlestrinum segir hann frá breytingum sem hann upplifði við að taka mataræðið til endurskoðunar. Þá verður fjallað um borðsiði og hina ýmsu kurteisisreglur og venjur.

 

Albert Eiríksson er einn kunnasti matgæðingur landsins og þekktur fyrir skemmtilegar veislur og afbragðsgóðar uppskriftir en hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins, alberteldar.com Fyrir utan fjölbreyttar uppskriftir má þar finna færslur um borðsiði, umfjallanir um veitinga- og kaffihús, gamlan og nýjan fróðleik.

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |