Það er allt í lagi að leggja sig á daginn

Í fyrra lenti Sigga, helmingur hljómsveitarinnar í því að brenna út, kulna. Hún vann yfir sig, gerði of margt, tók að sér of mikið og endaði í kulnun sem hún vissi varla hvað var á þeim tíma. Við gripum tækifærið og fórum að rannsaka þetta samfélagsmein og hvernig það kemur til og komumst að því að Sigga er ekki ein. Af hverju erum við svona yfirkeyrð? Er ekki passlegt að vinna fulla vinnu, sjá um heimilið, fara í ræktina og stunda núvitund, kaupa inn og fara með bílinn í skoðun? Er þetta nokkuð mál? 

Afraksturinn e
r þessi fyrirlestur í tali og tónum sem við vonum að sé um leið afslappandi og uppfræðandi og kannski að þið brosið út í annað.


Meira um okkur: 
Hljómsveitin E
va samanstendur af tónlistarkonunum og sviðshöfundunum Sigríði Eir Zophoníasardóttur og Völu Höskuldsdóttur. Hljómsveitin Eva er þekkt fyrir töfrandi og líflega framkomu sem kemur áheyrendum sífellt á óvart, kitlar hláturtaugarnar og snertir hjörtun um leið. 


Hljómsveitin er í senn tveggja kvenna popphljómsveit sem spilar og semur hugljúf lög um aðkallandi málefni, og um leið sviðslistateymi. Einnig hafa þær verið athvæðamiklar í útvarpþáttagerð um hinar ýmsu hliðar lífsins og þar má helst nefna útvarpsleikritið Það er allt í lagi að leggja sig á daginn sem var flutt haustið 2016 og tekur á því útbreydda samfélagsmeini kulnun.

Hljómsveitin Eva hlaut Grímu tilnefningu fyrir tónlist sína sem samin var fyrir Gullna hliðið sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar árið 2014 og fyrsta plata sveitarinnar, Nóg til frammi, kom út í lok árs 2014. 

  

 Hljómsveitin Eva samanstendur af frumlegu og krafmiklu tvíeyki sem nálgast stórt vandamál með jákvæðum og eftirminnilegum hætti. Ég hugsa að allir geti tengt við erindi þeirra enda streituvaldar alltumlykjandi í nútímasamfélaginu og forvarnir mikilvægar.

- Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB
 
Hljómsveitin Eva hefur þá einstöku hæfileika að fá áheyrendur til að stöðvast í tíma og rúmi og njóta með öllum skynfærunum. Þær boða sannleik með ljúfum tónum og einlægum söng svo ekki er hægt annað en að hlusta. Og svo eru þær líka svo fjandi skemmtilegar.

- Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu

Hljómsveitinni Evu tekst að miðla áhrifum langvinnrar streitu á heilsu með söng, gleði og húmor en alvarlegum undirtón. Þetta er fyrirlestur og hugvekja sem svo sannarlega snertir og vekur mann til umhugsunar.

- Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |