Kolefnisjöfnun í gegnum Votlendissjóðinn

Það er fátt mikilvægara í dag en að draga hratt úr losun gróðurhúsaloftegunda til að stöðva þá hröðu hlýnun sem núna á sér stað. Þekkingarmiðlun tekur þá samfélagslegu ábyrgð mjög alvarlega og leggur til tíma, mannskap og peninga til að vinna að útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Fyrir utan allt annað sem fyrirtækið hefur gert til að draga úr kolefnissporinu hefur nú verið greitt fyrir stöðvun á 100 tonnum af CO2 með endurheimt votlendis í gegnum Votlendissjóðinn. Þar með hefur Þekkingarmiðlun kolefnisjafnað rekstur fyrirtækisins öll 17 árin sem það hefur verið starfrækt. Losunin samanstendur m.a. af akstri í þágu fyrirtækisins, flugferðum og öllum innkaupum á pappír og öðrum vörum.  

Eitt af gildum Þekkingarmiðlunar er ábyrgð og þátttaka í starfi Votlendissjóðsins er hluti af samfélagsábyrgðinni.

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |