Útbrunninn og stressaður
Streita er einkenni dagslegs lífs, öll upplifum við streitu. Fólk er þó mismunandi vel í stakk búið til að mæta álagi. Sumir ná að halda ró sinni í mjög krefjandi aðstæðum á meðan aðrir fara yfir strikið. Það er líka einstaklingsbundið í hve langan tíma við þolum streitu. Fyrst þegar streituástand er orðið langvarandi og farið upp fyrir streituþol okkar fer það að hafa neikvæð áhrif á frammistöðu okkar og vellíðan. Í fyrirlestrinum verður rætt um streitu og kulnun. Orðið kulnun vísar til þess þegar slökkt hefur verið á kerti. Einstaklingar sem upplifa kulnun missa orkuna og áhugann, telja sig missa stjórn á hlutunum og finnst þeir ráða illa við aðstæður. Mikilvægt er að átta sig á því að kulnun er ekki einkamál þess sem verður fyrir því. Samstarfsmenn finna það, árangurinn minnkar og áhrifin geta fundist í starfsandanum. Mikilvægt er að þekkja hvað það er sem þarf að huga að.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson