Á eigin skinni: Betri heilsa og innihaldsríkara líf

Fyrir rúmum áratug hrundi heilsa Sölva Tryggvasonar, bæði líkamlega og andlega. Eftir þrautagöngu milli lækna og annarra sérfræðinga, endalausar rannsóknir og ýmsar lyfjameðferðir án þess að hann fengi bót meina sinna ákvað hann að taka heilsuna fastari tökum og feta allar mögulegar slóðir í leit að betri heilsu og auknum lífsgæðum. Á þeirri vegferð hefur hann gert nær endalausar tilraunir á sjálfum sér. Heilsan hefur verið hans helsta áhugamál í áratug. Í fyrirlestrinum fer hann yfir lykilatriði þegar kemur að næringu og hreyfingu, föstum, bætiefnum, kuldaböðum, hugleiðslu, öndunaræfingum, leiðum til að bæta svefn, leiðum til að draga úr bólgum og ójafnvægi í líkamskerfinu, tengingu við náttúru og mörgu öðru sem snýr að heilsu.
Sölvi heldur bæði styttri fyrirlestra (20-60 mínútur) og 2-3 klst. námskeið þar sem farið er ítarlega í hlutina og gerðar öndunaræfingar og hugleiðsla og fleira.

UM FYRIRLESARANN:
Sölvi Tryggvason gaf nýverið út bókina Á eigin skinni sem er afrakstur áratugsvegferðar hans um allt sem snýr að heilsu. Eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist Sölvi til að gerast sérfræðingur í heilsu og hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim, auk þess að gera endalaust af tilraunum á sjálfum sér þegar kemur að kælingu, föstum, næringu, hreyfingu, bætiefnum og fleiru og fleiru.

Sölvi hefur starfað við fjölmiðla undanfarin 15 ár og hefur víðtæka reynslu af því að sjá um sjónvarpsþætti, bókaskrif, heimildarmyndagerð og fyrirlestrum.
 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |