Samstarf við Fúll á móti
Þekkingarmiðlun hefur hafið samstarf við Fúll á móti sem sérhæfir sig í því að bæta vinnustaðamenningu í víðu samhengi. Starfsmenn Fúll á móti búa yfir áratuga reynslu á starfi með mismunandi og fjölbreytta hópa.
Sumir hópar hafa starfað saman í áraraðir og eru farnir að spila saman í góðum og skemmtilegum takti meðan aðrir hafa unnið jafn lengi en hljóma eins og illa spilandi hljómsveit. Stjórnendur og mannauðsdeildir hafa á undanförnum árum áttað sig á mikilvægi þess að fá inn einhverskonar hópefli fyrir starfsmannaheildirnar sínar. Hópeflisþarfir fyrirtækja eru misjafnar. Eitt fyrirtæki þarf kannski létta skemmtidagskrá meðan það næsta þarf markvissari inngrip þar sem unnið er með styrk- og veikleika einstaklinga sem og hópsins alls.
Verkfærakista Fúll á móti er yfirfull af ýmsum spennandi lausnum, allt frá afþreyingu í krefjandi verkefnalausnir. Þegar á að efla andann eru möguleikarnir endalausir og þar liggur þeirra sérþekking.
Nánari upplýsingar á www.fullamoti.is