Hlúum að andlegri vellíðan á óvissutímum

Við upplifum nú mikla óvissutíma, sem getur leitt til þess að við finnum fyrir óöryggi og kvíða. Samkvæmt nýlegu Þjóðarpúlsi Gallup finnur um fjórðungur landsmanna fyrir kvíða vegna COVID-19 og 70% landsmanna hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum veirunnar. Kvíði og áhyggjur eru eðlileg viðbrögð við þeim fáheyrðu aðstæðum sem erum að upplifa í dag. Þegar áhyggjurnar verða hins vegar óraunhæfar eða viðvarandi geta þær valdið vanlíðan og haft neikvæð áhrif á daglegt líf.  Hvernig getum við tryggt að við höldum andlegri heilsu á þessum óvissutímum? 

Í þessum klst. fyrirlestri er farið yfir 15 góð ráð og 3 jákvæð inngrip en markmiðið með þeim er að stuðla að jákvæðum tilfinningum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum.

Fyrirlesari; Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |