Fólk fyrir Fólk - fyrir mannauðinn í menntakerfinu 9. október kl. 9-12

Námskeiðið er samstarf Þekkingarmiðlunar og Saga - Storyhouse. 

Hugsum um fólk sem hugsar um fólk! Að þjónusta fólk er bæði gefandi og krefjandi. Þar er starfsmaðurinn sjálfur verkfærið sem mikilvægt er að huga vel að. Brýnt er að hlúa sérstaklega vel að mannauðnum í starfsumhverfi þar sem streita og kulnun fer vaxandi í íslensku samfélagi. Forvarnir skipta máli. 

Fólk fyrir Fólk hentar vel starfsfólki sem er að þjónusta annað fólk og vill huga vel að sjálfu sér og efla lífsgæði sín í starfi. 

Innihald:
Á námskeiðinu gefum við okkur rými til að skoða það sem nærir okkur í daglegu starfi og hugum að því sem reynist okkur vel ef við finnum fyrir álagi og/eða streitu. Við beinum athyglinni að starfsmanninum sjálfum og mikilvægi hans, eldmóði, tilgangi, innsæi, styrk, streitulosun, endurheimt og lífsgæðum. Á námskeiðinu hugum við einnig að tengslanetinu, hlúum að nærandi tengslum og sköpum ný.  

Uppbygging:
Fræðsla, verkfæri, djúpslökun. 

Kennarar:
Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA |  BA uppeldis- og menntunarfræði | Yoga | Yoga Nidra 

Notalegt
Ullarsokkar, þægilegur klæðnaður og teppi fyrir djúpslökun styðja við námsferlið. 

Staðsetning: Flatahraun 3, Hafnarfirði.

Verð: kr. 18.000

Upplýsingar og skráning: ingrid@thekkingarmidlun.is 

"Takk kærlega fyrir mig, fer endurnærð, yfirveguð, stolt og ánægð með mig og starfið inn í helgina."

"Ný nálgun og mikilvæg fræðsla fyrir stjórnendur. Fræðsla og verkefni sem fá mann sem stjórnanda og manneskju til að endurmeta og endurhugsa til góðs."

"Hef aldrei verið jafn ánægð með námskeið og þið eigið hrós skilið fyrir allt utanumhald."

 


 


 


Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |