Með marga bolta á lofti - Fæðingarorlofið og vinnumarkaðurinn

Námskeiðið verður haldið 26. og 28. apríl kl. 9-12.

Það getur verið bæði spennandi og krefjandi að vera með marga bolta á lofti bæði í einkalíf og á vinnumarkaði. Þegar lífið stækkar og lítið barn bætist við veröldina fjölgar boltunum umtalsvert. Þetta námskeið er hugsað fyrir fólk í fæðingarorlofi og fólk sem er að hefja vinnu eða nám eftir barneignir og vill hlúa að orku, endurheimt og lífsgæðum í þessum stórkostlega lífskafla.

Áherslur:

Lífsgæði í lífi og starfi
Hvað eru lífsgæði? Hvaða lífsgæði skipta mig mestu máli í lífi og starfi akkúrat núna? Á hverju ber ég ábyrgð? Get ég hvílt einhverja bolta í þessum lífskafla?

Orka
Hvernig hlúi ég að orkunni minni? Starfsorkunni? Lífsorkunni? Hvar liggja styrkleikar mínir og hvernig get ég notað þá á nýjan hátt í nýjum kringumstæðum?

Endurheimt
Hvað er endurheimt? Hvar fæ ég endurheimt og hvernig hanna ég hana inn daglegt líf?

Djúpslökun
Í lok tímanna verður boðið upp á endurnærandi djúpslökun með aðferðum Yoga Nidra og Gong tónheilun. Rannsóknir sýna að Yoga Nidra hefur jákvæð áhrif heilsu og vellíðan, s.s. svefn, blóðþrýsting, spennu, vöðvaverki, taugakerfi og ró.

Ávinningur: 
Aðferðir og leiðir sem hlúa að jákvæðri heilsu, vellíðan og lífsgæðum og auðvelt er að yfirfæra yfir á líf og starf.

Kennsluaðferðir: Fræðsla, verkefni, ígrundun, umræður

Hugmyndafræði: Iðjuþjálfun og jákvæð sálfræði.

Verð: kr. 36.000 
*Fjölmörg stéttarfélög styrkja námskeið Sögu Story House, kannaðu þinn rétt

Staðsetning: Vinnustofa Sögu, Flatahrauni 3, 3. hæð, Hafnarfirði

Kennarar: 
Guðbjörg Björnsdóttir Iðjuþjálfi | Yoga Nidra kennararéttindi
Ingibjörg Valgeirsdóttir MBA | BA Uppeldis- og menntunarfræði | Yoga- og Yoga Nidra kennararéttindi

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |