Að eiga við erfiða einstaklinga 13. apríl kl. 9-12

Erfiðir einstaklingar kosta okkur hin, sem eru ekki erfið, mikla orku og tíma. Við ergjum okkur á hegðun þeirra og upplifum okkur hjálparvana því það er erfitt að taka á þeim. En það er einmitt ergelsið sem fær okkur til að grípa til aðgerða. Mikilvægt er að átta sig á því að við höfum alltaf val þegar við lendum í erfiðum einstaklingum. Auðveldast til skamms tíma er að gera ekki neitt og láta þá vaða yfir okkur á skítugum skónum. Við getum líka forðast þá og reynt að halda samskiptum okkar við þá í lágmarki. Eða við getum tekið slaginn og neitað að sætta okkur við hegðun þeirra.

 

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriðin sem varða samskipti við erfiða einstaklinga eins og nöldrarann, vitringinn, einræðisherrann, hinn þögla, leynimorðingjann og skoðanaleysingjann. Skoðað er hvað þessir einstaklingar gera og hvað við getum gert til að hafa áhrif á hegðun þeirra til betri vegar. Þátttakendur fá þjálfun í að takast á við nokkra af þessum erfiðu einstaklingum.

 

Námskeiðið hentar öllum þeim sem segja: Hingað og ekki lengra!


Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:
  • Erfiðar týpur
  • Hegðunareinkenni erfiðra einstaklinga
  • Leiðir til að takast á við þá
  • Ótti
Ávinningur:
  • Meiri innsýn í hegðun erfiðra einstaklinga
  • Aukin hæfni í að takast á við erfiða einstaklinga
  • Aukin samstarfshæfni
Kennsluaðferðir:
  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Virk þátttaka

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.


Námskeiðsgjald: kr. 29.500

Nánari upplýsingar og skráning á: thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |