Kennsluaðferðir


Námskeið Þekkingarmiðlunar eru byggð á góðum fræðilegum grunni. Leitast er við að hafa gagnlegustu kenningar og aðferðir sem um ræðir hverju sinni. Námsaðferðir eru fjölbreyttar og viðeigandi. Þannig er jöfnum höndum unnið með fyrirlestra, próf, einstaklingsverkefni, hópverkefni, hlutverkaþjálfun og umræður. Á námskeiðum er þáttur þjálfunar mikill. Reynt er að skapa aðstæður þar sem þátttakendur æfa ákveðna hegðun. Mikil áhersla er lögð á að lærdómsferlið tengist persónulegri reynslu og daglegum störfum þátttakenda.


Viðurkennd mælitæki
Á námskeiðum Þekkingarmiðlunar er stuðst við alþjóðlega viðurkennd mælitæki, þar á meðal tilfinningagreindarpróf (Daniel Goleman), próf sem mælir tilfinningalegan styrk eða seiglu (RFI), stjórnunarstílaprófið ILS og persónuleikapróf Myers-Briggs. Af öðrum gagnlegum spurningalistum má nefna Belbin-prófið um hlutverk í hópum, stjórnunarstílapróf Hersey & Blanchard og ágreiningsstílapróf Thomas Kilmann.Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |