Bergþór Pálsson


Bergþór Pálsson er fæddur 1957. Hann lauk stúdentsprófi frá MS árið 1978, varð Bachelor of Music frá Indiana-háskóla í Bloomington í Bandaríkjunum árið 1985 og Master of Music frá sama skóla 1987. Hann hlaut leikaramenntun frá Drama Studio í London 1997.

Bergþór hefur um árabil verið einn fremsti óperusöngvari Íslands, sungið ótal hlutverk í óperum og söngleikjum auk þess að koma fram á einsöngstónleikum. Þá hefur hann sungið inn á fjölda hljómplötna.

Bergþór heldur auk þess fyrirlestra um borðsiði og hvernig gera á góða veislu ógleymanlega. Í bókinni hans Vinamót sem kom út 2007 er mikinn fróðleik að finna um þetta efni sem er sett fram á einfaldan og myndrænan hátt. Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |