90 kr.

Betri tímastjórnun

Námskeið sem henta öllum

Lengd:

Breytileg, 4-8 klst.

Námskeiðslýsing

Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Við höfum öll jafn mikið af honum en samt virðumst við aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur. Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við náðum ekki að gera neitt.

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, skipulagning og áætlanagerð, góða fundarstjórn og sóun í verkefnum, samskiptum og stjórnun.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur.

Leiðbeinandi

Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hún er höfundur bókarinnar Tímastjórnun í starfi og einkalífi, sem kom út hjá Eddu útgáfu í apríl 2006.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Ytri og innri tímaþjófar
  • Greining á því hvernig við notum tímann     
  • Mikilvægi forgangsröðunar
  • Góð skipulagning og áætlanagerð
  • Að takast á við truflanir af ýmsum toga

Ávinningur

  • Betri skipulagning á eigin vinnu
  • Betri forgangsröðun verkefna
  • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin
  • Meiri árangur og margfalt meiri afköst
  • Minni streita og álag

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur
  • Umræður
  • Virk þátttaka
Betri tímastjórnun Námskeið sem henta öllum Lengd: Breytileg, 4-8 klst. Námskeiðslýsing Tíminn er merkilegt fyrirbæri. Við höfum öll jafn mikið af honum en samt virðumst við aldrei hafa nógan tíma til að gera allt sem við ætlum okkur. Við tökum endalaust að okkur verkefni og förum svo heim í lok vinnudags með þá tilfinningu að við náðum ekki að gera neitt. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, skipulagning og áætlanagerð, góða fundarstjórn og sóun í verkefnum, samskiptum og stjórnun. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur. Leiðbeinandi Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hún er höfundur bókarinnar Tímastjórnun í starfi og einkalífi, sem kom út hjá Eddu útgáfu í apríl 2006. Meðal þess sem er tekið fyrir: Ytri og innri tímaþjófar Greining á því hvernig við notum tímann      Mikilvægi forgangsröðunar Góð skipulagning og áætlanagerð Að takast á við truflanir af ýmsum toga Ávinningur Betri skipulagning á eigin vinnu Betri forgangsröðun verkefna Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin Meiri árangur og margfalt meiri afköst Minni streita og álag Kennsluaðferðir Fyrirlestur Umræður Virk þátttaka
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram