Styrkari og öruggari rödd

 

Að vinna með röddina er eins og að skyggnast inn á við. Raddbeiting kemur inn á öll svið lífsins, daglega í samskiptum, sem hluti af persónugerð auk þess sem hún segir til um hæfileika og forystuhæfni. Hver og einn hefur sína raddtegund sem markar stóran hluta af persónuleikanum. Um leið er röddin mjög viðkvæmur hluti af okkur og tiltölulega berskjaldaður því við notum hana jú talsvert. Hugarfarið gagnvart okkar eigin rödd getur verið margþætt og misjafnlega uppbyggilegt. Þannig kvarta sumir yfir því að líka ekki við sína eigin rödd eða hafa ekki úthald. Þeim finnst röddin vera lokuð, skræk, dökk, nefmælt, og finna fyrir alls kyns raddvandamálum. Einstaklingar hafa misjafna stjórn á röddinni en rétt beiting hennar er mikilvæg fyrir alla þá sem vinna með röddina á einn eða annan hátt.

 

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir geta breytt raddbeitingu sinni, aukið raddgæði og úthald sitt og spornað við raddþreytu og vandamálum tengdum misbeitingu. Þátttakendur fá leiðir og aðferðir til að beita röddinni.


Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem:

  • þurfa á einhvern hátt að treysta á rödd sína í starfi.
  • vilja bæta raddbeitingu sína starfsins vegna eða af persónulegum ástæðum.
  • eiga við raddvandamál að stríða.
  • eru undir miklu raddlegu álagi.
  • vilja auka áhrif með bættari raddbeitingu.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu:

  • Líffræði raddarinnar
  • Raddgreining
  • Röddin og sannfæringarkraftur
  • Röddin og persónan
  • Raddvandamál og forvarnir
  • Raddstjórn
  • Markmið

Ávinningur:

  • Betra úthald
  • Aukinn raddstyrkur
  • Aukin raddgæði
  • Aukin raddmeðvitund
  • Minni streita og álag

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur
  • Raddleg sjálfsskoðun
  • Raddgreining / raddmöguleikar
  • Öndunaræfingar
  • Talraddaræfingar
  • Raddæfingar fyrir söng
  • Upplestur
  • Einföld sönglög
  • Líkamsstaða / líkamsbeiting
  • Æfingar settar fyrir – markmið
  • Virk þátttaka

Lengd:
Æskilegast er að byggja námskeiðið upp sem 10 skipti og þá 1,5 klukkutíma í senn. Á lengri námskeiðum næst betri árangur þar sem þátttakendur geta þá æft sig í starfi og daglegri raddbeitingu og stundað þannig eftirfylgni sem kennari getur síðan leiðbeint enn frekar með.

 

Einnig er hægt að bjóða upp á styttri námskeið, fimm skipti í einn klukkutíma í senn eða einu sinni í 3 tíma eða skemur, dag- eða kvöldnámskeið. Stutt dag- eða kvöldnámskeið gefa góða innsýn inn í raddbeitingu og hugmyndir um möguleika og nýjar leiðir en þá er eftirfylgnin meira undir þátttakakendum sjálfum komið.


Leiðbeinandi:
Ingveldur Ýr Jónsdóttir, söngkona og raddþjálfari.

 

 

Skráning á póstlista  |    |  

thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is  Þekkingarmiðlun sími: 892 1987 / 892 2987 |