Gildavinnustofa
Gildi eru kröftug leið til að móta samskipti og menningu á vinnustöðum. Með því að festa niður þau atriði sem eiga að vera öllum sem leiðarljós í samskiptum er hægt að koma í veg fyrir árekstra. Gildi eru ekki alltaf upplifuð á sama hátt og því skiptir miklu máli að sameiginlegur skilningur sé á því hvað þau eigi að standa fyrir. Gagnlegt er því að taka góða umræðu og festa niður á blað hvað þau nákvæmlega eiga að standa fyrir. Það stuðlar að dýpri skilningi á eðli þeirra og auðveldar innleiðingu.
Á námskeiðinu er rýnt í gildin og þau rædd og útfærð. Unnið verður í litlum hópum og reglulega skipt upp í verkefni. Hver og einn starfsmaður veltir m.a. eftirfarandi spurningum fyrir sér og ræðir við annan samstarfsmann og tekur síðan þátt í umræðum sameiginlega:
- Hvað þýða gildin fyrir mig og mitt svið?
- Hvernig birtast þau í okkar starfi?
- Gagnvart viðskiptavinum/skjólstæðingum?
- Gagnvart samstarfsmönnum?
- Gagnvart okkur sjálfum?
- Hvernig eiga gildin ekki að birtast?
- Hvernig erum við að standa okkur nú þegar?
- Hvar gætum við bætt okkur með hliðsjón af þessum gildum?
Lengd:
Námskeiðið er 4 klst. að lengd.
Leiðbeinandi:
Eyþór Eðvarðsson eða Ingrid Kuhlman, þjálfarar og ráðgjafar hjá Þekkingarmiðlun ehf