29.500 kr.

Hrós og gagnrýni

Námskeið fyrir stjórnendur

14. nóvember kl. 9-12

Námskeiðslýsing

Ein algengasta niðurstaðan úr vinnustaðarkönnunum á Íslandi er að fólki finnst það fá of litla endurgjöf þ.e. of lítil gagnrýni á það hvað megi bæta og of lítið hrós. Gagnrýni reynist mörgum stjórnendum og starfsmönnum erfið enda getur óvönduð gagnrýni auðveldlega dregið dilk á eftir sér í samskiptum. Algeng viðbrögð eru að fólk verður reitt og sárt eða lætur eitthvað flakka á móti. Eðlilega veigra margir sér við því að veita endurgjöf og láta þögnina duga. En hvernig á að gagnrýna? 

Marshall Rosenberg sem er höfundur bókarinnar um ofbeldislaus samskipti (Non-Violent Communication) setur fram mjög hagnýta leið um það hvernig eigi að gagnrýna þannig að fólk fari ekki í vörn. Aðferðin er í fimm skrefum og einföld í framkvæmd og mjög áhrifarík. Rosenberg er einnig með aðferð um það hvernig megi hrósa svo eftir því sé tekið. 

Vandamálið við að hrósa er af aðeins öðrum meiði. Fólk vill fá hrós fyrir vel unnin störf en þegar viðkomandi fær hrós þá er tilhneiging til að gera lítið úr því. Vel veitt hrós þarf því að rökstyðja og útskýra ef vel á að vera.  

Af öðrum fræðimönnum sem hafa rannsakað og skrifað um þennan hluta samskipta fólks má nefna Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler í bókinni Crucial Conversations. Þar er farið yfir það hvernig koma má í veg fyrir að fólk fari í vörn og hvernig vinna megi með það í samtölum ef fólk fer í vörn. Námskeið hentar öllum þeim sem vilja geta gagnrýnt og tjáð óánægju sína án þess að það verði óþægilegir eftirmálar. 

Fræðilegur grunnur:

  • Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler. Crucial Conversations, Tools for talking when stakes are high. McGraw Hill, 2005 
  • Marshall Rosenberg. Non-Violent Communication. Puddledancer Press, 2003

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Ofbeldislaus samskipti
  • Að byggja upp traust í samtölum
  • Að ræða gagnrýni án þess að fólk fari í vörn
  • Að hrósa fyrir vel unnin störf

Ávinningur

  • Lipurð í samskiptum
  • Læsi á varnarviðbrögð í samtölum
  • Þekking á aðferðum við að gagnrýna

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur 
  • Umræður 
  • Æfingar 
Hrós og gagnrýni Námskeið fyrir stjórnendur 14. nóvember kl. 9-12 Námskeiðslýsing Ein algengasta niðurstaðan úr vinnustaðarkönnunum á Íslandi er að fólki finnst það fá of litla endurgjöf þ.e. of lítil gagnrýni á það hvað megi bæta og of lítið hrós. Gagnrýni reynist mörgum stjórnendum og starfsmönnum erfið enda getur óvönduð gagnrýni auðveldlega dregið dilk á eftir sér í samskiptum. Algeng viðbrögð eru að fólk verður reitt og sárt eða lætur eitthvað flakka á móti. Eðlilega veigra margir sér við því að veita endurgjöf og láta þögnina duga. En hvernig á að gagnrýna?  Marshall Rosenberg sem er höfundur bókarinnar um ofbeldislaus samskipti (Non-Violent Communication) setur fram mjög hagnýta leið um það hvernig eigi að gagnrýna þannig að fólk fari ekki í vörn. Aðferðin er í fimm skrefum og einföld í framkvæmd og mjög áhrifarík. Rosenberg er einnig með aðferð um það hvernig megi hrósa svo eftir því sé tekið.  Vandamálið við að hrósa er af aðeins öðrum meiði. Fólk vill fá hrós fyrir vel unnin störf en þegar viðkomandi fær hrós þá er tilhneiging til að gera lítið úr því. Vel veitt hrós þarf því að rökstyðja og útskýra ef vel á að vera.   Af öðrum fræðimönnum sem hafa rannsakað og skrifað um þennan hluta samskipta fólks má nefna Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler í bókinni Crucial Conversations. Þar er farið yfir það hvernig koma má í veg fyrir að fólk fari í vörn og hvernig vinna megi með það í samtölum ef fólk fer í vörn. Námskeið hentar öllum þeim sem vilja geta gagnrýnt og tjáð óánægju sína án þess að það verði óþægilegir eftirmálar.  Fræðilegur grunnur: Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler. Crucial Conversations, Tools for talking when stakes are high. McGraw Hill, 2005  Marshall Rosenberg. Non-Violent Communication. Puddledancer Press, 2003 Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. Meðal þess sem er tekið fyrir: Ofbeldislaus samskipti Að byggja upp traust í samtölum Að ræða gagnrýni án þess að fólk fari í vörn Að hrósa fyrir vel unnin störf Ávinningur Lipurð í samskiptum Læsi á varnarviðbrögð í samtölum Þekking á aðferðum við að gagnrýna Kennsluaðferðir Fyrirlestur  Umræður  Æfingar 
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram