Við miðlum þekkingu
Þekkingarmiðlun var stofnuð í byrjun ársins 2002 af Eyþóri Eðvarðssyni og Ingrid Kuhlman. Við sérhæfum okkur í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði, m.a. með námskeiðum, þjálfun og fyrirlestrum.
Annars vegar er boðið upp á námskeið fyrir hópa og vinnustaði þar sem tekið er mið af aðstæðum, þörfum og óskum þeirra. Hins vegar er boðið upp á opin námskeið sem allir geta skráð sig á. Þekkingarmiðlun hefur komið að stórum og smáum verkefnum á flestum vinnustöðum landsins.

Kennsluaðferðir
Námskeið Þekkingarmiðlunar eru byggð á góðum fræðilegum grunni. Leitast er við að hafa gagnlegustu kenningar og aðferðir sem um ræðir hverju sinni. Námsaðferðir eru fjölbreyttar og viðeigandi. Þannig er jöfnum höndum unnið með fyrirlestra, spurningalista, einstaklingsverkefni, hópverkefni, hlutverkaþjálfun og umræður.
Þáttur þjálfunar er mikill á námskeiðunum. Reynt er að skapa aðstæður þar sem þátttakendur æfa ákveðna hegðun. Mikil áhersla er lögð á að lærdómsferlið tengist persónulegri reynslu og daglegum störfum þátttakenda.
Leiðarljós
Fólkið


Heyrðu í okkur
Við viljum heyra frá þér.