Við miðlum þekkingu

Þekkingarmiðlun var stofnuð í byrjun ársins 2002 af Eyþóri Eðvarðssyni og Ingrid Kuhlman. Við sérhæfum okkur í því að miðla þekkingu og styrkja þannig einstaklinga og vinnustaði, m.a. með námskeiðum, þjálfun og fyrirlestrum.  

Annars vegar er boðið upp á námskeið fyrir hópa og vinnustaði þar sem tekið er mið af aðstæðum, þörfum og óskum þeirra. Hins vegar er boðið upp á opin námskeið sem allir geta skráð sig á. Þekkingarmiðlun hefur komið að stórum og smáum verkefnum á flestum vinnustöðum landsins.

Image

Kennsluaðferðir

Námskeið Þekkingarmiðlunar eru byggð á góðum fræðilegum grunni. Leitast er við að hafa gagnlegustu kenningar og aðferðir sem um ræðir hverju sinni. Námsaðferðir eru fjölbreyttar og viðeigandi. Þannig er jöfnum höndum unnið með fyrirlestra, spurningalista, einstaklingsverkefni, hópverkefni, hlutverkaþjálfun og umræður.

Þáttur þjálfunar er mikill á námskeiðunum. Reynt er að skapa aðstæður þar sem þátttakendur æfa ákveðna hegðun. Mikil áhersla er lögð á að lærdómsferlið tengist persónulegri reynslu og daglegum störfum þátttakenda.

Leiðarljós

Góð þjónusta
  • Okkur er umhugað um viðskiptavini okkar og við komum fram við þá af heiðarleika og virðingu.
  • Við leggjum okkur fram um að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina. 
  • Við veitum skilvirka og áreiðanlega þjónustu og tryggjum að tímasetningar, skipulag og væntingar standist.
  • Við svörum fyrirspurnum og beiðnum hratt og vel.
  • Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu. 
 

Fólkið

Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman hafa yfir 25 ára reynslu af þjálfun stjórnenda og starfsmanna. Þeirra reynsla nær yfir flest það sem Þekkingarmiðlun býður upp á. Verkefni Þekkingarmiðlunar eru afar fjölbreytt og mörg og því njótum við stuðnings margra færra leiðbeinenda og samstarfsaðila.
Eyþór Eðvarðsson
Eyþór EðvarðssonStjórnendaþjálfari og ráðgjafi eythor@thekkingarmidlun.is
s: 892 1987
Nánar um Eyþór
Eyþór Eðvarðsson er stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hann er með MA í vinnusálfræði frá Free University í Amsterdam. Eyþór vann sem umsjónaraðili stjórnendanámskeiða og stjórnendaþjálfari hjá de Baak, stjórnunarskóla hollenska vinnuveitendasambandsins frá 1996-1998. Hann ritstýrði einnig bókaröð um heimildarit í hinum ýmsu efnisflokkum sem tengjast stjórnun og var ritstjóri stjórnendatímarits de Baak. Eyþór hefur birt fjölda greina í íslenskum og erlendum tímaritum, m.a. um tilfinningagreind, stjórnun, samskipti, breytingar, starfsánægju og vinnustaðarmenningu. 
 
Eyþór hefur starfað við stjórnendaþjálfun og ráðgjöf síðan 1996 bæði á Íslandi og í Hollandi og hefur víðtæka reynslu. Hann hefur starfað með flestum stærri fyrirtækjum landsins í stórum og litlum verkefnum, bæði í góðæri og krísum. Hann er ásamt Ingrid Kuhlman ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. 
 
Eyþór var formaður Súgfirðingafélagsins frá 2013-2015. Hann er formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar sem var stofnað árið 2014. Hann er í baráttuhópnum París 1,5 en markmið hópsins er að tryggja að Ísland geri sitt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu. Hann var stjórnarformaður Votlendissjóðsins frá 2018-2020 en hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis.
Ingrid Kuhlman
Ingrid KuhlmanÞjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri ingrid@thekkingarmidlun.is
s: 892 2987
Nánar um Ingrid
Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

Ingrid átti sæti í verkefnastjórn Hins gullna jafnvægis, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Gallup um að samræma betur vinnu og einkalíf frá 2000-2001. Hún sat einnig í verkefnastjórn átaksverkefnisins Konur til forystu um jafnara náms- og starfsval kynjanna og er einn af höfundum bæklingsins Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði, sem kom út árið 2001. Ingrid var Affiliate Representative Educator hjá European Management Assistants Europe (EUMA) frá 2004-2013. Hún átti sæti í fræðslunefnd Félags kvenna í atvinnurekstri frá 2005-2007 og var formaður nefndarinnar árið 2006-2007. Hún sat í stjórn Heimilis og skóla landssamtaka foreldra frá 2010-2012 og var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá 2010-2011. Hún átti sæti í stjórn Lífs styrktarfélags frá 2009-2014 og kom aftur inn í stjórn sem formaður 2019 en tilgangur félagsins er að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Ingrid er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð sem stofnað var 2017. Hún er í baráttuhópnum París 1,5 en markmið hans er að tryggja að Ísland geri sitt til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu. Hún var tengiliður Íslands við ENPP (European Network of Positive Psychology) frá 2018-2022 og sat í stjórn Félags um jákvæða sálfræði frá 2018 til 2022.
 
Ingrid er ásamt Eyþóri Eðvarðssyni ritstjóri bókarinnar Management van mensen (Stjórnun fólks) sem kom út í Hollandi árið 1998. Árið 2006 kom út bókin hennar Tímastjórnun í starfi og einkalífi. Frá 2005-2015 var hún ritstjóri tímaritsins Impetus sem Félag aðstoðarmanna forstjóra (EUMA – European Management Assistants) á Íslandi gefur út. Hún er einnig meðhöfundur bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra ásamt Unni Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildi Sigurðardóttur.

Heyrðu í okkur

Ertu með spurningu? Hvernig getum við aðstoðað? 
Við viljum heyra frá þér.